Fjarðabyggð: Meirihlutinn heldur í fyrstu tölum

Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðalista heldur samkvæmt fyrstu tölum úr Fjarðabyggð þótt Fjarðalistinn tapi tveimur fulltrúum.

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur fulltrúum og Framsóknarflokkur einum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð nær ekki fulltrúa. Miðflokkurinn, sem fékk fulltrúa fyrir fjórum árum, bauð ekki fram aftur.

Yfirkjörstjórn birti fyrstu tölur rétt upp úr klukkan hálf ellefu í kvöld. Talin hafa verið 1.571 atkvæði eða 42%. Þau skiptast þannig

Framsóknarflokkur: 513 atkvæði, 32,7%, 3 fulltrúar.
Sjálfstæðisflokkur: 550 atkvæði, 35%, 4 fulltrúar.
Fjarðalisti: 403 atkvæði, 26,7%, 2 fulltrúar.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð: 105 atkvæði, 6,7%.

Samkvæmt upplýsingum yfirkjörstjórnar Fjarðabyggðar vantar tíu atkvæði upp á að Arndís Bára Pétursdóttir, þriðji fulltrúi Fjarðalista, felli Jóhönnu Sigfúsdóttur, fjórða fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Þar á eftir er Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, fjórða á lista Framsóknarflokks, sem vantar 37 atkvæði til að ná Jóhönnu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.