Orkumálinn 2024

Fjarðabyggð: Við erum að borga skuldir hratt niður

pall_bjorgvin_2012.jpg
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir sveitarfélagið vera á góðri leið með að borga niður skuldir sínar. Jafnvægi sé komið í reksturinn eftir niðurskurð síðustu ár.

Þetta kemur fram í viðtali við Pál Björgvin í jólablaði Austurgluggans. Miklar afborganir eru framundan á lánum árið 2013 en bæjarstjórinn segir það hafa verið fyrirséð.

Áætlað er að fjárfesta fyrir 766 milljónir á næsta ári, fyrst og fremst í hafnarmannvirkjum sem hafnarsjóður fjármagnar. „Rekstrarlega verður árið 2013 í jafnvægi nema að atvinnustig breytist, sem við eigum svo sem ekki von á, heldur eigi það frekar eftir að eflast.“

Páll segir að gjaldskrár muni „hækka almennt í samræmi við verðlag.“ Sérstaklega sé reynt að hlífa fjölskyldu- og barnafólki við þeim og ekki sé von á frekari skerðingu á þjónustu. 

„Þar sem það er hægt er verið að draga til baka hluta af þeim hagræðingaraðgerðum sem beitt var fyrir tveimur árum, s.s. varðandi opnunartíma sundlauga.“

Samkvæmt áætlunum á Fjarðabyggð að ná markmiðum um að skuldir verði innan við 150% af heildartekjum innan sex ára en sveitarfélagið fékk áminningu vegna skuldsetningar fyrir tveimur árum frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.