Fjarðabyggð sýknuð af skaðabótakröfu: Allir vita að gler getur brotnað

eskifjordur_eskja.jpgSveitarfélagið Fjarðabyggð var nýverið sýknað í Hæstarétti af kröfu fyrrum nemanda grunnskóla Eskifjarðar sem hlaut örorku þegar hann hljóp á glerhurð í skólanum. Dómurinn staðfesti þar með dóm héraðsdóms sem rakti slysið til aðgæsluleysis stráksins.

 

Slysið átti sér stað árið 2007 þegar strákurinn var á sextánda aldursári. Hann fór í kapphlaup við systur sína á ganginum sem endaði með að þau fóru bæði í gegnum glerhurð á annarri hæð byggingarinnar og enduðu úti á svölum.

Strákurinn byggði kröfu sína á því að sveitarfélagið hefði ekki farið að byggingalögum. Taldi hann að í hurðinni hefði átt að vera öryggisgler, sjálflímandi öryggisfilma eða viðvaranir. Sérstaka aðgæslu bæri að sýna í skólabyggingum þar sem skólabörn ærslist.

Hann fór fram á að viðurkenndi yrði skaðabótaskylda sveitarfélagsins og tryggingafélags þess. Læknir mat hann með 30% varanlega örorku eftir slysið og á grundvelli þeirrar matsgerðar voru honum greiddar 1,7 milljónir króna úr almennri slysatryggingu þremur árum eftir slysið.

taldi að hefði átta ð vera öryggisgler eða sjálflímandi öryggisfilma. Ekki skylt að hafa slíkt gler, ekki brotið gegn ákvæðum laga um grunnskóla
Ekki mætti rekja slysið til atvika, eða athafna/athafnaleysis sem F bæri skaðabótaábyrgð á, heldur til aðgæsluleysis S sjálfs.

Sveitarfélagið mótmælti stefnunni og sagði reglurnar um öryggisglerið ekki eiga við um neyðarútganga sem þennan. Slysið mætti fyrst og fremst rekja til hans eigin aðgæsluleysis.

Á þau rök var fallist bæði í héraðsdómi og hæstarétti. Í dóminum segir að viðvörunarmiðar hefðu til dæmis engu skipt. Ekki væri hætta á að gengið væri á þetta gler auk þess sem öllum væri ljóst að gler getur brotnað.

„Er slysið átti sér stað sýndi stefnandi ekki af sér tilhlýðilega aðgæslu og er það ástæða slyssins. Slysið er því ekki að rekja til atvika, eða athafna/athafnaleysis sem stefndi, Fjarðarbyggð, ber skaðabótaábyrgð á.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.