Fjarðabyggð leggst gegn lokun afgreiðslu póstsins á Mjóafirði

mjoifjordur_web.jpg
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð leggjast gegn fyrirhugaðri lokun Íslandspósts á Mjóafirði. Þau efast um að fjárhagslegur ávinningur sé af lokuninni eins og fyrirtækið heldur fram. 

Búið er að segja upp afgreiðslumanni og húsnæði póstsins á Mjóafirði og rennur það út 31. júlí. Þetta er háð leyfi Póst- og fjarskiptamálastofnunar sem hefur málið til meðferðar. Forsvarsmenn Íslandspósts segja fjárhagslegar ástæður liggja að baki ákvörðuninni.

Um það efast bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð. Þau segja ekki liggja „skýrt fyrir hver fjárhagslegur ávinningur af ráðstöfuninni er og hvort viðskiptalegar forsendur séu það ríkar að það réttlæti lokunina. Kostnaður við þjónustu landpóstsins verður töluverður ef ekki á að draga úr þjónustu við íbúana.“

Í umsögn Fjarðabyggðar til stofnunarinnar er bent er á að aðstæður í Mjóafirði séu mjög sérstakar hvað samgöngur varðar. „Miðlun á pósti, bögglum og sendingum af ýmsu tagi er einvörðungu með Íslandspósti þar sem önnur fyrirtæki veita ekki þessa þjónustu á staðnum. Því er lögð áhersla á að ekki verði skerðing á þeirri þjónustu sem þegar er veitt í dag af þeim eina aðila sem sinnir henni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.