Orkumálinn 2024

Fimmtán milljónir í almenningssamgöngur

Tvö austfirsk verkefni á sviði almenningssamgangna fá samtals fimmtán milljónir króna í verkefnastyrki sem veitt er á grundvelli byggðáætlunar fyrir árin 2018-24.

Fjarðabyggð fékk næst hæsta einstaka styrkinn, átta milljónir króna, í nýtt leiðakerfi almenningssamgangna. Það tók gildi 1. september.

Um er að ræða tilraunaverkefni til 16 mánaða þar sem markmiðið er að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði.

Þá fékk Austurbrú sjö milljónir króna til að gera viðhorfskönnun meðal notenda Loftbrúar, afsláttar á flugfargjöldum innanlands. Meta á notagildi hennar og hlutverk Loftbrúarinnar sem opnuð var fyrir ári.

Alls var úthlutað 36 milljónum til sjö verkefna fyrir árin 2021 og 22. Valnefnd gerði tillögur út frá umsóknum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.