Fimm að austan á lista Samfylkingarinnar

Fimm Austfirðingar eru á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem lagður var fram í gær. María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, er efst Austfirðinga.

Listinn var valinn af uppstillinganefnd en samþykktur á kjördæmisráðsfundi í gær.

Logi Einarsson, formaður flokksins og þingmaður frá Akureyri, er í efsta sætinu en Albertína Elíasdóttir, framkvæmdastjóri EIMS, samstarfsverkefnis um nýsköpun á sviði orku-, umhverfis- og ferðamála á Norðausturlandi er í öðru sæti.

Á eftir þeim koma tveir Austfirðingar. María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú frá Eskifirði og Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi og nemi á Vopnafirði.

Listinn í heild sinni:

1. Logi Már Einarsson, alþingismaður, Akureyri
2. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri, Akureyri
3. María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri, Eskifirði
4. Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi og nemi, Vopnafirði
5. Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri, Raufarhöfn
6. Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Húsavík
7. Ólína Freysteinsdóttir, fjölskylduráðgjafi, Akureyri
8. Jónas Einarsson, rafmagnsiðnfræðingur, Húsavík
9. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Neskaupstað
10. Orri Kristjánsson, nemi, Akureyri
11. Pétur Maack, yfirsálfræðingur, Akureyri
12. Sæbjörg Ágústsdóttir, Ólafsfirði
13. Úlfar Hauksson, vélstjóri, Akureyri
14. Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri, Akureyri
15. Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Eskifirði
16. Nanna Árnadóttir, þjónusturáðgjafi, Ólafsfirði
17. Hreinn Pálsson, lögmaður, Akureyri
18. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
19. Sæmundur Pálsson, Akureyri
20. Svanfríður I. Jónasdóttir, verkefnastjóri, Dalvík

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar