Ferðamaður fórst í slysi á Djúpavogi

Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag eftir að hafa orðið fyrir lyftara á hafnarsvæðinu við Gleðivík.

Samkvæmt frétt frá lögreglunni á Austurlandi var tilkynnt að maður hefði hlotið áverka eftir að hafa lent fyrir lyftara.

Sjúkralið fór strax á vettvang en maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins. 

Úr Gleðivík. Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.