Ferðamálasamtök Austurlands endurskipulögð

markadsstofa_austurlands_seinastifundur_web.jpgMarkaðsstofa Austurlands og Ferðamálasamtök Austurlands sameinast á næstunni undir merkjum Ferðamálasamtaka Austurlands. Þetta var samþykkt á aukaaðalfundi samtakanna sem fram fór á Hallormsstað fyrir skemmstu.

 

Þessi breyting er liður í endurskipulagningu á stoðkerfi Austurlands. Ferðamálasamtökin fengu jafnframt nýjar samþykktir sem gera þau að hreinu félagi ferðaþjónustuaðila án aðildar sveitarfélaganna.

Við sama tækifæri var samþykkt að færa starfsemi sjálfseignarstofnunarinnar Markaðsstofu Austurlands inn í nýja sameinaða stoðstofnun um næstu áramót. Aðild að nýjum Ferðamálasamtökum Austurlands eiga meðal annars allir þeir 90 ferðaþjónustuaðilar sem verið hafa félagar í Markaðsstofu Austurlands. Formaður samtakanna var kosinn Skúli Björn Gunnarsson á Skriðuklaustri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.