Felld tré öðlast framhaldslíf

Fyrirtækið Skógarafurðir í Fljótsdal biðlar til garðeigenda að henda ekki trjám sem þeir hafa fellt í görðum sínum. Fyrirtækið býðst til að sækja trjáboli sem nýtilegir eru í framleiðslu.

„Við sækjum tré sem búið er að falla, í stað þess að urða þau þar sem þau verða að engu og það er dýr kostur. Við tökum þau í vinnslu og gefum þeim nýtt líf,“ segir Bjarki Jónsson, framkvæmdastjóri Skógarafurða.

Fyrirtækið sendi í vor erindi á sveitarfélög á svæðinu til að kynna þjónustu sína. Bjarki segir undirtektirnar hafa verið takmarkaðar þar sem mörg sveitarfélög hafi ekki talið sig eiga fallin tré sem væru nógu stór í vinnslu.

Bjarki segir að til að það borgi sig að sækja trén þurfi bolurinn að vera orðinn meira en 20 sm í þvermál í brjósthæð og heildarlengd trésins helst yfir þrír metrar. „Þá getum við unnið nánast það sem við viljum úr þeim, gólfefni, klæðningar, panel eða eitthvað annað.“

Áhugi garðeigenda er hins vegar mikill. „Þeim finnst sorglegt að horfa á tré sem hafa verið í garðinum hjá þeim í 40-50 ár fara í ruslið. Þetta eru viss verðmæti og því er okkur skylt að gera meira úr þeim.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.