Staðfest að farþegi úr Norrænu var með virkt smit

Farþegi, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á fimmtudag, reyndist með virkt Covid-19 smit. Ekki er talið að hann hafi verið í slíku samneyti við aðra farþega ferjunnar að hann hafi getað smitað út frá sér.

Samkvæmt tölum á Covid.is eru nú tveir einstaklingar með virkt smit á Austurlandi og því í einangrun.

Fyrra smitið greindist á þriðjudag en síðara tilfellið var staðfest í gær. Þar er ferðamaður sem kom með Norrænu á fimmtudag og greindist jákvæður við landamæraskimun. Við mótefnamælingu kom í ljós að smitið væri nýtt.

Ferðafélagi mannsins er í sóttkví en ekki er talið að maðurinn hafi getað smitað aðra farþega um borð. Alls eru þrettán manns í sóttkví á Austurlandi, einum fleiri en í gær.


Íbúar fjórðungsins eru áfram minntir á persónulegar smitvarnir, að sinna handþvotti vel, nota spritt og halda tveggja metra fjarlægð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.