Orkumálinn 2024

Farþegar skelkaðir eftir ókyrrð yfir Egilsstöðum

Farþegum sem voru um borð í flugvél Air Iceland Connect sem snúið var frá Egilsstaðaflugvelli rétt fyrir lendingu var boðin áfallahjálp þegar þeir komu aftur til Reykjavíkur. Óvænt og mikil ókyrrð varð til þess að hætt var við lendingu.

Austurfrétt greindi frá atvikinu á föstudag en hefur síðan fengið frásagnir frá farþegum sem voru um borð í vélinni.

Þeir lýsa atvikinu þannig að þegar vélin hafi verið komin yfir flugbrautina og á leið inn til lendingar hafi hún fengið á sig sviptivind á vinstri hlið. Við það hafi hún henst til og hallast. Um leið hafi verið gefið í og henni stýrt upp á við en talsverð ókyrrð hafi verið á meðan.

Farþegi sem var um borð segir þetta hafa verið einhverja ónotalegustu flugferð sem hann hafi upplifað, enda hafi vélin verið lágt yfir jörðu þegar vindhviðan skall á vélinni.

Sami sami segir að áhöfn vélarinnar hafi staðið sig fullkomlega og eins hvernig staðið hafi verið að móttöku farþeganna þegar þeir komu til Reykjavíkur. Ekki fóru þeir þó allir með þegar vélinni var loks flogið austur í hádeginu.

Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, segir að ekki hafi verið hætta á ferðum en líðan farþega hefði vissulega mátt vera betri. Svona atvik séu fátíð og ókyrrð sé sjaldgæf við Egilsstaði.

Hefðbundnir verkferlar hafi farið í gang og tekið á móti farþegum af áfallateymi Rauða krossins Ísland í Reykjavík. Í dag hafi síðan flugfélagið hringt í farþega til að fara yfir flugið með þeim og bjóða frekari aðstoð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.