Fara í fullnaðarhönnun á Baugi Bjólfs

Gengið hefur verið frá samningi um fullnaðarhönnun útsýnisstaðarins Baugs Bjólfs yfir Seyðisfirði.

Frá þessu er skýrt á vef Múlaþings en fyrir ári síðan efndi sveitarfélagið til samkeppni um skipulag og hönnun útsýnissvæðis við snjóflóðagarðana í Bjólfi en vinningstillöguna má sjá á meðfylgjandi mynd.

Nú hefur verið gengið skrefinu lengra eftir styrkveitingu til verkefnisins frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og gerir áætlun ráð fyrir að fullnaðarhönnun mannvirkisins verði lokið með haustinu.

Vinningstillagan var upphaflega unnið í þverfaglegu samstarfi. Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum eru aðalhönnuðir og unnu verið í samvinnu við við landslagsarkitektana Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA Architecture og Arnar Björn Björnsson frá exa nordic sem sá um burðarvirkjahönnun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.