Fangelsisdómur fyrir ítrekaðan akstur án réttinda

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa ítrekað haldið áfram að keyra þótt hann hafi haustið 2020 verið sviptur ökuréttindum.

Nýjasta tilfellið er frá júní í fyrra þegar maðurinn var gripinn á 113 km/klst á þjóðveginum um Jökuldal, þar sem er 90 km/klst hámarkshraði og án réttinda að auki. Maðurinn viðurkenndi sök fyrir dómi.

Maðurinn var sviptur ökuréttindum haustið 2020 fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Sama ár var hann tvisvar í viðbót tekinn fyrir akstur án réttinda.

Af þessum orsökum þótti ekki hægt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða 50.000 króna sekt og rúmar 111 þúsund krónur í málsvarnarlaun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.