Áfangasigur: Engar uppsagnir í Sundabúð að sinni

vopnafjordur.jpg
Hætt hefur verið við breyta rekstrarformi legudeildarinnar að Sundabúð á Vopnafirði. Þar leit út fyrir að starfsfólki yrði sagt upp vegna breytinganna. Heimamenn fagna áfangasigri og vonast eftir að taka við rekstrinum um áramótin.

Þetta kemur fram í frétt á vef Vopnafjarðarhrepps. Þar segir að eftir „stífar viðræður fulltrúa Velferðarráðuneytisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Vopnafjarðarhrepps“ liggi fyrir staðfesting ráðuneytisins að horfi verið frá breytingunum verði horfið.

Til þrautar á að reyna að kanna þann möguleika að rekstur Sundabúðar færist frá ríkinu til sveitarfélagsins um næstu áramót. Til þess þarf að tryggja nægt fjármagn á fjárlögum.
 
„Í ljósi þessarar vinnu verður starfsfólki Sundabúðar ekki sagt upp störfum, enda mikilvægt að vinna með öllu því góða starfsfólki sem á deildinni vinnur til þess að yfirtakan geti gengið sem best fyrir sig,“ segir í fréttinni.
 
„Hér er um verulegan áfangasigur að ræða og er vonast til að vel takist til við yfirfærslu rekstursins frá ríki til sveitarfélags.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.