Fagna miklum stuðningi við kjarasamning

Forstjóri Alcoa Fjarðaáls kveðst ánægður með mikinn stuðning starfsmanna við nýjan kjarasamning sem samþykktur var í gær.

Eins og Austurfrétt greindi frá í gær samþykktu tæp 94% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um samning AFLs Starfsgreinasambands og Rafiðnaðarsambands Íslands við Fjarðaál samninginn.

Í tilkynningu frá Alcoa er haft eftir forstjóranum Tor Arne Berg að hann sé ánægður með samninginn og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið í atkvæðagreiðslunni. Tor Arne telur að samningurinn feli í sér mikla kjarabót fyrir starfsfólkið.

Helstu breytingar í nýjum samningi eru launahækkanir og vinnutímastytting, hvort tveggja í líkingu við það sem samið hefur verið um nýlega hjá hinum íslensku álverunum tveimur og í samræmi við Lífskjarasamninginn.

Frá undirritun nýs kjarasamnings milli AFLs starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambands Íslands og Alcoa Fjarðaáls sem fram fór í matsal Fjarðaáls. Samninginn undirrituðu þau Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari, Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli og Smári Kristinsson framkvæmdastjóri rekstrarþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli. Mynd: Alcoa/Hilmar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.