Orkumálinn 2024

Færðu Fljótsdalshrepp reynitré að gjöf

Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, færði nýverið öllum sveitarfélögum í landinu reynitré að gjöf í því skyni að minna á mikilvægi kolefnisbindingar.

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps tók mót sinni gjöf fyrir skömmu og var trénu plantað undir virku eftirliti allrar sveitarstjórnar við félagsheimilið Végarð. Þakkaði sveitarfélagið táknræna gjöf en ekki eru mörg ár síðan sérstök skýrsla sýndi að binding kolefnis innan sveitarfélagsins var jákvæð enda óvíða meiri skógrækt en þar um slóðir á landsvísu.

Orkusalan kolefnisjafnar alla sína eigin vinnslu en það gerir fyrirtækið í samstarfi við verkfræðistofuna EFLU sem heldur utan um alla losun með tilliti til daglegs reksturs, aksturs og flugferða.ð

Reynitrénu plantað á besta stað við Végarð í blíðskaparveðri. Mynd Gísli Örn Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.