Fækka starfsmönnum á skrifstofu Fjarðabyggðar

Vegna sóttvarnaraðgerða verður fjöldi starfsmanna á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar takmarkaður. Fólk er hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar er farið yfir helstu áhrifin af nýjustu sóttvarnaraðgerðum.

„Afgreiðsla bæjarskrifstofunnar verður áfram opin, en fjöldi starfsmanna á staðnum verður takmarkaður og hluti starfsmanna dreifðir á aðrar starfsstöðvar. Þess vegna er fólk hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir til samskipta s.s. með símtölum í síma 470 9000,  í gegnum íbúagátt, með tölvupósti, eða í gegnum ábendingakerfið á vef Fjarðabyggðar,“ segir á vefsíðunni.

„Sundlaugar og íþróttamannvirki: Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram opnar en þeim er heimilt að taka við 50%af leyfðum hámarksfjölda skv. Starfsleyfi.

„Grunnskólar: Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið munu ekki hafa áhrif á starfsemi grunnskóla umfram það sem nú er. Þurfi að grípa til sértækra aðgerða í skólastofnunum er foreldrum tilkynnt það sérstaklega.

Leikskólar: Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið munu ekki hafa áhrif á starfsemi grunnskóla umfram það sem nú er. Þurfi að grípa til sértækra aðgerða í skólastofnunum er foreldrum tilkynnt það sérstaklega.“

Þá segir að þessar ráðstafanir taka gildi í dag og gilda til 3. febrúar. Ef frekari breytingar verða á reglunum eða þjónustu Fjarðabyggðar verður það kynnt sérstaklega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.