Eyrún nýr héraðsdýralæknir

eyrun_arnardottir.jpg
Eyrún Arnardóttir tekur við sem héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi um næstu mánaðarmót þegar Hjörtur Magnason, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár, lætur af störfum.

Þetta staðfesti Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar við Austurfrétt í morgun. Staðan var auglýst laus til umsóknar eftir að Hjörtur sagði upp í haust. Eyrún, sem verið hefur sjálfstætt starfandi dýralæknir undanfarin ár, hefur verið ráðin og tekur við um næstu mánaðarmót.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.