Eymundur í Vallanesi hlýtur Fálkaorðuna

eymundur_vallanesi.jpgEymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, hlaut í dag riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar. Forseti Íslands afhenti ellefu Íslendingum orðuna á Bessastöðum.

 

Eymundur hefur undanfarin ár verið leiðandi í lífrænum landbúnaði hérlendis með merkinu „Móðir Jörð“. Einna þekktastur hefur Eymundur verið fyrir byggræktun sína en hann hefur sett ýmsar grænmetistegundir á markað. Hann hefur einnig selt lífræn jólatré. Framleiðslan í Vallanesi hefur vakið athygli út fyrir landssteinana.

Eymundur hóf búskap í Vallanesi árið 1979 en búskapur hafði þá verið „slitróttur“ um nokkurra ára skeið. Eymundur sat að auki í hreppsnefnd Vallahrepps frá 1982-94.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.