Eydís nýr skólameistari VA

Eydís Ásbjörnsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá og með deginum í dag.

Eydís lauk sveinsprófi í hársnyrtiiðn í janúar 1998 og meistararéttindum ári síðar. Sama ár byrjaði hún að kenna við VA. Hún lauk kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 2006. Hún rak einnig eigið fyrirtæki um tíu ára skeið.

Undanfarin ár hefur Eydís þó verið mest áberandi fyrir störf sín í stjórnmálum. Hún var fyrst kjörin í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árið 2010 en var formaður bæjarráðs 2018-20 og forseti bæjarstjórnar 20-22 en hún sóttist ekki eftir endurkjöri við síðustu kosningar. Þá tók Eydís nýverið sæti á Alþingi sem varaþingmaður.

Alls sóttu tveir umsækjendur um embættið. Eydís tekur við starfinu af Hafliða Hinrikssyni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.