
Eydís nýr skólameistari VA
Eydís Ásbjörnsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá og með deginum í dag.Eydís lauk sveinsprófi í hársnyrtiiðn í janúar 1998 og meistararéttindum ári síðar. Sama ár byrjaði hún að kenna við VA. Hún lauk kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 2006. Hún rak einnig eigið fyrirtæki um tíu ára skeið.
Undanfarin ár hefur Eydís þó verið mest áberandi fyrir störf sín í stjórnmálum. Hún var fyrst kjörin í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árið 2010 en var formaður bæjarráðs 2018-20 og forseti bæjarstjórnar 20-22 en hún sóttist ekki eftir endurkjöri við síðustu kosningar. Þá tók Eydís nýverið sæti á Alþingi sem varaþingmaður.
Alls sóttu tveir umsækjendur um embættið. Eydís tekur við starfinu af Hafliða Hinrikssyni.