Þessi sóttu um bæjarstjórastöðuna á Héraði

Tuttugu manns sóttu um starf bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði en einn dró umsókn sína til baka eftir að tilkynnt var að ekki væri nafnleynd yfir umsóknunum. Agl.is birtir hér nöfn þeirra nítján sem sækja um. Af umsækjundunum nítján er aðeins ein kona og þrír búsettir á Austurlandi, allir á Fljótsdalshéraði. Þrír starfandi bæjarstjórar sækja um stöðuna.

baejarskrifstofur_egilsstodum_3.jpgAndrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg, Árborg
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður, Akureyri
Björgvin Harri Bjarnason, verkefnastjóri Icelandair, Garðabæ
Björn Ingimarsson, sjálfstætt starfandi, Akureyri
Björn Rúriksson, rekstrarráðgjafi, Árborg
Brynjar Sindri Sigurðsson, markaðsfræðingur, Reykjavík
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri, Rangárþingi Ytra
Gunnlaugur Aðalbjarnarson, fjármálasérfræðingur, Fljótsdalshéraði
Halldór Svavarsson, sjálfstætt starfandi, Reykjavík
Hallur Magnússon, Associate Director, Reykjavík
Jón Egill Unndórsson, stjórnunarráðgjafi, Reykjavík
María Ósk Kristmundsdóttir, tölvunarfræðingur og MPM, Fljótsdalshéraði
Óskar Baldursson, viðskiptafræðingur, Garðabæ
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri, Vesturbyggð
Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Sigurdur Sigurdsson, BSc Cand.Phil bygginga- og stjórnunarverkfræðingur, Garðabæ
Vilhjálmur Wium, umdæmisstjóri, Reykjavík
Þórhallur Harðarson, fulltrúi forstjóra, Fljótsdalshéraði
Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri, Fjallabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.