Eskfirðingar þurfa að sjóða neysluvatn fram yfir helgi

Íbúar á Eskifirði hafa þurft að sjóða neysluvatn í tæpa viku og þurfa að halda því áfram fram yfir helgi. Sýni sem tekin hafa verið úr vatninu sýna að kólígerlum hefur fækkað. Þeir komust í vatnið eftir mengunarslys í löndunarhúsi fiskimjölsverksmiðju Eskju.

 

Kólígerlar voru í öllum sýnum sem tekin voru í byrjun vikunnar. Fleiri sýni voru tekin í gær en niðurstöður úr þeim koma fyrr en eftir helgi. Íbúar hafa einnig verið hvattir til að láta renna vel úr krönum til að flýta fyrir útskolun mengaðs vatns.

Gerlarnir komust í vatnið vegna mistaka við löndun þar sem löndunarvatn úr togara blandaðist neysluvatni bæjarins. Í tilkynningu frá Eskju hf. segir að lögnum og vinnufyrirkomulagi í löndunarhúsi hafi verið breytt til að koma í veg fyrir að svona atvik endurtaki sig.

Möguleikar Vatnsveitu Fjarðabyggðar til að auka varnir gegn mengun frá notendum verða einnig kannaðir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.