Eskfirðingar áhugasamir um Samstöðu

lilja_moses.jpg
Lilja Mósesdóttir, leiðtogi hins nýja stjórnmálaafls Samstöðu, segir áhuga Austfirðinga á framboðinu koma sér á óvart. Sérstaklega hafi hún orðið var við áhuga frá Eskifirði.

Frá þessu er greint í vikublaðinu Austurglugganum en flokkurinn hélt nýverið opinn fund á Egilsstöðum. Um tuttugu manns mættu á hann.

Lilja sagði við upphaf fundarins að fyrirfram hefði hún talið að framboðið væri veikast á Austurlandi en fljótlega hafi komið í ljós að svo væri ekki. Hún segir að fjölmargir hafi haft samband við sig, einkum frá Eskifirði og kunni hún engar skýringar á því.

Á fundinum kom fram að flokkurinn legði áherslu á að komið yrði á þriðja stjórnsýslustiginu með svæðisþingum þar sem fulltrúar yrðu kosnir sérstaklega á. Með svæðisþingum sem hefði sjálfsákvörðunarrétt í ýmsum málum t.a.m. samgöngumálum yrði valdreifing efld og dregið yrði úr miðsstýringu. Þá yrði tekjum að auðlindum og svæðisbundinni starfsemi látið renna í auknum mæli til  samneyslu og uppbyggingar á viðkomandi svæði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.