Orkumálinn 2024

Enn tveir í sóttkví

Enn eru tveir einstaklingar á Austurlandi í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins. Rúmur mánuður er liðinn frá því síðast greindist smit á svæðinu.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands eru íbúar brýndir til dáða, minntir á tveggja metra regluna sem og gildi handþvottar og sprittnotkunar.

Tveir eru í sóttkví en enginn í einangrun með virkt smit. Tilfelli greindist síðast á Austurlandi þann 9. apríl.

Í tilkynningunni er greint frá því að aðgerðastjórninni hafi að undanförnu borist fyrirspurnir um farþega sem koma til Seyðisfjarðar með Norrænu. Ferjan kom þangað í morgun en að jafnaði hafa komið um 20 farþegar með henni í síðustu fjórum ferðum. Þar hefur verið um að ræða ýmist verkafólk á leið í sóttkví B við komuna eða fólk búsett hér sem farið hefur í almenna sóttkví, eftir því sem Austurfrétt kemst næst.

Aðgerðastjórnin áréttar að samkvæmt gildandi fyrirmælum fari allir þeir sem komi til landsins í fjórtán daga sóttkví við komuna. Þeir tilkynna fyrir komu um dvalarstað hér á landi og halda beina leið þangað án samskipta við aðra á leið sinni. Engin smithætta á því að vera vegna þeirra.

Sóttkví í hjólhýsi, húsbílum eða slíku er óheimil. Sóttkví á hóteli er heimil með skilyrðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.