Orkumálinn 2024

Enn á ný skóflustunga á Seyðisfirði vegna nýrra íbúða

„Þetta tók vissulega aðeins lengri tíma í ferlinu en við vonuðumst eftir en nú er allt að falla með okkur og ég óska Seyðfirðingum innilega til hamingju með daginn,“ sagði Drífa Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri leigufélagsins Bríetar.

Það er skammt stórra högga á milli á Seyðisfirði. Eftir ládeyðu í nýbyggingum á Seyðisfirði um langt árabil hafa nú tvívegis með viku millibili verið teknar skóflustungur að nýju húsnæði á gamla fótboltavelli bæjarins. Í fyrra tilfellinu voru notaðar hefðbundar stunguskóflur en í gær gerði Drífa gott betur og rauf jarðveginn á heljarinnar skurðgröfu.

Í síðustu viku var tekin skóflustunga að nýjum íbúðakjarna fyrir eldri borgara og í gær var önnur skóflustunga tekin að fjögurra íbúða raðhúsakjarna sem verktakafyrirtækið MVA sér um að reisa. Gert er ráð fyrir að báðum verkefnum verði að fullu lokið næsta vor eða sumar.

„,Ég hef aldrei stigið upp í gröfu áður en þetta var skemmtilegt,“ sagði Drífa, sem þó naut hjálpar við gröftinn frá fagmanni. „Það er þó ánægjulegra að hér eru verkefnin formlega komin í gang Seyðfirðingum til heilla. Við erum meðvituð um erfiða stöðu á húsnæðismarkaðnum hér austanlands og kannski sérstaklega hér vegna þeirra bygginga sem fóru undir í skriðuföllunum. Þörfin var orðin brýn fyrir nýtt húsnæði fyrir margt löngu og nú léttir vonandi aðeins á þegar þessar byggingar hér hafa risið.“

Töluverður fjöldi nýbygginga eru að rísa um allan fjórðunginn gegnum húsnæðissjálfseignarstofnunina Brák annars vegar og leigufélagsins Bríetar hins vegar eins og lesa má frekar um hér.

Ekkert leiðinlegt að prófa skurðgröfu. Drífa Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar, skellihlæjandi að verkinu loknu. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.