Enn koma upp smit víða um land

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir Austfirðinga til áframhaldandi árvekni gagnvart Covid-19 veirunni því enn eru að koma upp smit í öðrum landshlutum.

Í gær greindust 26 ný smit, þar af var þriðjungur þeirra utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í fréttum RÚV í dag að verið væri að ná utan um nokkrar litlar hópsýkingar.

Flest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu en þau hafa komið fram víðar. Aðgerðastjórnin bendir á að því sé full ástæða til að halda áfram uppi vörnum sem fyrr af fyllstu einurð, gæta að tveggja metra reglunni, sprittnotkun, grímunotkun og handþvotti. „Gætum hvert að öðru og öslum þetta saman.“

Enginn er með virkt smit á Austurlandi né í sóttkví sem stendur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.