VG - kosningar - sept 2021

Enn fæst lítið úr Smugunni

Makrílskipin sem nú eru við veiðar í Smugunni veiða mörg hver fremur lítið eins og undanfarna daga.

Þó kemur fyrir að stöku skip fiski sæmilega og í gær veiddi Guðrún Þorkelsdóttir SU t.a.m. 270 tonn. Skipin liggja við lögsögu Noregs því lítið er að hafa úr íslenska sjónum.


Vilhelm Þorsteinsson EA kom til hafnar í Neskaupstað rétt fyrir miðnætti á mánudaginn síðastliðinn með um 850 tonn. Búið er að vinna þann afla og fór töluvert í bræðslu.


Búist er við því að Börkur komi til Neskaupstaðar á morgun með um 1100 tonn.


Til skoðunar er að senda flugvél í Smuguna til þess að leita makríls úr lofti, og gert er ráð fyrir því að það verði gert ef veður leyfir næstu daga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.