Enn engin tilfelli fuglaflensu austanlands

Austurland er enn eini landshlutinn þar sem fuglaflensu hefur enn ekki orðið vart en Matvælastofnun (MAST) berst enn töluverður fjöldi tilkynninga um veika eða dauða fugla.

Alls hefur stofnunin sent rúmlega 70 sýni til greiningar af alls um 400 ábendingum sem komið hafa inn á borð MAST frá því að tilkynnt var um fyrstu tilfelli veirunnar hérlendis um miðjan apríl. Síðan þá hefur smit verið staðfest í fuglum í öllum landshlutum eins og sjá má á meðfylgjandi korti og í öllum tilfellum meinvirkt afbrigði flensunnar af gerðinni H5N1. Á kortinu sjást virk tilfelli í rauðum lit meðan grænn þríhyrningur merkir að smit fannst ekki við greiningu.

Matvælastofnun hyggst ekki aflétta varnaraðgerðum eins og sakir standa og er því öllum er halda alifugla eða aðra fugla skylt að hafa í húsum eða yfirbyggðum gerðum og tryggja aðskilnað alifugla og villtra fugla. Almenningur áfram hvattur til að tilkynna um alla veikburða eða dauða fugla sem finnast.

Mynd úr kortasjá Matvælastofnunar en þar má meðal annars fylgjast með hvar fuglaflensa hefur verið staðfest og hvar ekki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.