Enn ekkert ákveðið um niðurskurð í Merki

lomb.jpg
Landbúnaðaryfirvöld hafa ekki enn tekið neina ákvörðun um framtíð fjár á bænum Merki á Jökuldal þar sem riða af NOR98 stofni greindist í síðasta mánuði. Yfirdýralæknir segir unnið eins hratt og hægt er.

„Við erum að skoða alla möguleika en reynum að vinna eins hratt og við getum,“ sagði Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, í samtali við Agl.is.

Fulltrúar Matvælastofnunar, sem hefur yfirumsjón með dýraheilbrigði á Íslandi, voru eystra í síðustu viku. Ákveðið var fella þrjár veiklulegar kindur úr stofninum og taka til rannsóknar. Niðurstaða hennar liggur ekki enn fyrir.

Bent hefur verið á að þetta tiltekna afbrigði riðuveikinnar sé vægara heldur en gengur og gerist og óvíst hvort það sé smitandi. Í raun sé frekar um ellihrörnun í fénu að ræða. Því hefur verið rætt um að skera aðeins hluta stofnsins. Halldór segir verið að „skoða alla möguleika.“ Þá sé málið einnig unnið í samvinnu við landbúnaðarráðuneytið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.