Orkumálinn 2024

Enn eitt leiðindaveðrið á leiðinni

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði á morgun. Landsnet hefur viðbúnað vegna álags á raflínur.

Viðvörun Veðurstofunnar fyrir spásvæðin gildir frá klukkan þrjú í nótt til klukkan þrjú á morgun. Á þessum tíma er spáð norðaustan stormi, 15-23 m/s.

Hvassviðrinu fylgir mikil úrkoma. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin gildir enda skyggni lélegt.

Þá hefur Landsnet gefið út viðvörun vegna mögulegra rafmagnstruflana. Þar segir að mikill úrkomubakki komi upp að Austfjörðum og fari hægt til vesturs. Í nótt og fyrramálið verði áraun með skýjaísingu til fjalla eystra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.