Enn ein viðvörunin á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðrið fyrir Austurland að Glettingi á morgun.

Viðvörunin gildir frá klukkan ellefu í fyrramálið fram til klukkan 19 um kvöldið. Þá þessum tíma er búist við suðvestan og vestan 18-23 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll.

Í athugasemd segir að ferðaveður verði varasamt. Í spákortum er hins vegar ýmis lítil eða engin úrkoma þannig ófærð á vegum virðist ólíkleg. Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi á morgun.

Hvasst en hlýtt veður gengur nú yfir landið. Sunnan- og vestanlands hefur verið mikil hláka í dag en einnig ágætlega hlýtt eystra, mest 11 gráður á Seyðisfirði klukkan 14. Þessu hefur fylgt strekkingsvindur. Ekkert var flogið í dag.

Á morgun er reiknað með að hiti eystra verði um frostmark.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.