Enginn fundist til að taka við verslun á Vopnafirði

Enn er allt óráðið um framtíð verslunarrekstur frá og með næstu mánaðarmótum. Enginn kaupandi hefur fundist að rekstri Kauptúns sem starfrækt hefur verið þar í rúm 30 ár.

„Það voru tveir aðilar sem skoðuðu málin, annars vegar Samkaup, hins vegar Vopnafjarðarhreppur. Það gekk hins vegar ekki saman,“ segir Nikulás Árnason, einn aðstandenda Kauptúns.

Verslunin hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því hún var opnuð haustið 1988. Í vor ákváðu eigendur að láta staðar numið af persónulegum ástæðum og sögðu upp starfsfólk.

Reksturinn var auglýstur til sölu. Í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu verslunarinnar segir að að því miður hafi ekki fundist neinn til að taka við keflinu þrátt fyrir að leitað hafi verið til flestra fyrirtækja í dagvörugeiranum og hreppsins.

Þar eru Vopnfirðingum og starfsfólki verslunarinnar færðar þakkir fyrir samfylgdina. Að öllu óbreyttu lokar verslunin því í lok mánaðarins, en fram að þeim tíma er stefnt að því að selja upp vörur verslunarinnar. Frá og með deginum í dag er því 25% afsláttur af öllu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.