Engin smit greindust í sýnatöku

Þeim sem eru í sóttkví eftir að Covid-19 smit greindist á Austurlandi á þriðjudag hefur fækkað verulega. Sýni voru tekin úr yfir 30 manns í gær og reyndust öll neikvæð.

Niðurstaða liggur fyrir úr öllum þeim sýnum sem tekin voru í gær, utan eins þar sem endurtaka þarf sýnatökuna. Sem fyrr fannst ekkert smit og mun hópurinn því losna úr sóttkví.

Samkvæmt tölum af Covid.is frá í morgun voru aðeins fimm einstaklingar eftir í sóttkví samanborið við 38 sólarhring fyrr.

Ekki eru því vísbendingar um fleiri smit í samfélaginu. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir þó fyrir Austfirðingum að gæta sérstakrar varkárni næstu vikuna, hið minnsta því uppruni smitsins er enn óljós.

Í því felst meðal annars að halda sig heima verði veikinda vart og leita ráðgjafar hjá næstu heilsugæslu eða í síma 1700.

Aðgerðastjórn hvetur Austfirðinga í aðdraganda jóla að gæta vel hverjir að örðum og heyra reglulega í ættingjum, vinum og kunningjum, einkum þeim sem búa við einangrun, dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og svo framvegis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.