Engin slys á fólki í óhappi á Fagradal

Engin slys urðu á fólki en jeppabifreið skemmdist töluvert í árekstri á Fagradal í gærkvöldi. Ekki voru fleiri beiðnir um aðstoð þótt veðrið væri vont í gærkvöldi og frameftir nóttu.

Óhappið varð á tíunda tímanum í gær á þann hátt að jeppinn lenti á stórum jeppa sem var að draga annan bíl upp á veginn ofarlega á veginum undir Grænafelli. Sá hafði staðsett sig þannig að hann náði yfir akreinina sem þeir koma niður dalinn frá Egilsstöðum keyra.

Mikil snjókoma og hálka var þegar óhappið átti sér stað þannig að ökumaður bílsins sem kom frá Egilsstöðum sá hinn bílinn ekki í tíma og náði því ekki að sveigja framhjá honum.

Stærri jeppinn skemmdist lítið og gat lokið verki sínu en hinn skemmdist talsvert og var fluttur á brott með kranabíl. Engin slys urðu á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi.

Mikið snjóaði í gærkvöldi á stuttum tíma. Um miðnætti létti snjókomunni en aftur á móti var hvasst á kafla í nótt. Engar fleiri beiðnir um aðstoð bárust hins vegar lögreglunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.