Engin ný stórflóð

Stöðugleiki virðist vera að færast yfir austfirskar fjallshlíðar því ekki hafa borist nein tíðindi af stærri snjóflóðum síðasta sólarhringinn. Nokkur minni snjóflóð hafa fallið ofan Eskifjarðar.

Á vef Veðurstofunnar eru skráð þrjú ný snjóflóð ofan Eskifjarðar, tvö úr Harðskafa og eitt úr Ófeigsfjalli, sem er næsta fjall utan við Harðskafa. Öll voru töluvert minni en stórt flóð sem féll úr Harðskafa í fyrrinótt. Það er á vef Veðurstofunnar sagt stærsta snjóflóð sem þar hefur fallið.

Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta einu flóðin sem tilkynnt hafi verið en þess utan séu líkur á að smærri spýjur hafi fallið einhvers staðar í fjöllum.

Enn er í gildi óvissustig vegna snjóflóða á Austfjörðum. Vonast er til að snjórinn verði smá saman stöðugri en það tekur tíma. Snjólögin eru því enn frekar veik.

Þess vegna eru áfram í gildi viðvaranir til fólks sem hyggur á útivist að fara varlega í bröttum hlíðum og undir giljum þar sem er snjór.

Flóðið í Harðskafa í gær. Mynd: Valbjörn Þorláksson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.