Engin ný Covid-smit

Engin ný Covid-19 smit greindust við sýnatöku á Austurlandi í fyrradag. Niðurstöður bárust loks í morgun. Stefnt er að opna grunnskólann á Breiðvík og Stöðvarfirði á ný á mánudag.

Um áttatíu manns fóru í sýnatöku á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík í fyrrakvöld eftir að fjögur smit voru staðfest hjá grunnskólabörnum þar. Vegna veðurs var ekki hægt að senda sýnin suður til greiningar í gærmorgun. Niðurstöður bárust ekki fyrr en í morgun en öll sýnin reyndust neikvæð.

Það sama er að segja um sýnatökur af Egilsstöðum þann dag.

Börn í 1. – 6. bekk skólans sem eru í sóttkví fara í seinni sýnatöku í dag. Þau losna úr sóttkví þegar niðurstaða liggur fyrir, sem verður vart fyrr en seint í kvöld eða fyrramálið. Ekki verður því skóli fyrir nemendur í þessum bekkjum á morgun. Fjarkennsla verður fyrir 7. – 10. bekk.

Leikskólinn verður með hefðbundnu sniði í fyrramálið en þeim tilmælum beint til foreldra að senda ekki börn í leikskólann sem eiga eldra systkini sem enn er í sóttkví. Á mánudaginn verður að öllu óbreyttu opið í bæði grunn- og leikskólunum.

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi áréttar mikilvægi þess að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima sem eru með einkenni er bent geta til Covid-19 og fara í sýnatöku. Þannig hjálpumst við að við að takmarka útbreiðslu veirunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.