Engin ný Covid-smit

Ekki hefur greinst nýtt Covid-smit síðan á föstudag en þá greindist einstaklingur utan sóttkvíar.

Töluverður fjöldi fólks úr smitgát og sóttkví fór í sýnatöku vegna smitsins í dag. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi segir að vonast sé til að öll þau sýni verði neikvæð og tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Í dag var tilkynnt að slakað verði á smitvörnum þótt enn greinist fjölmörg smit daglega í landinu. Aðgerðastjórnin brýnir fyrir fólki að sinna vel áfram persónubundnum sóttvörnum.

Þá sé mikilvægt að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir einkennum. Töluvert er af kvefi og öðrum umgangspestum á ferðinni. Því skiptir máli að einkenni þeirra gætu verið Covid-19.

Fljótlegt er að bóka sýnatöku á heilsuvera.is og niðurstöður úr sýnatöku eru langoftast að koma samdægurs.

„Gætum hvert að öðru og gerum þetta saman.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.