Endurbætur á Norrænu ganga vel

Endurbætur á ferjunni Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar, ganga vel. Enn er þó rúmur mánuður í að ferjan sigli á ný.

Að lokinni síðustu ferð fyrir jól fór ferjan í Fayard slippstöðina í Munkebo í Danmörku.

Norræna, sem smíðuð var árið 2003, fær talsverða andlitslyftingu. Þilför verða endurnýjuð, bætt við 50 tveggja manna káetum og nýju kaffihúsi ásamt fleiru. Endurbæturnar kosta rúmar 200 milljónir króna.

Ferjan verður í slipp fram í byrjun mars en ráðgert er að hún hefji siglingar á ný 6. mars. Smyril-Line, útgerð hennar, sendi nýverið frá sér myndir sem sýna hvernig vinnunni vindur fram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.