Elvar Jónsson: Öxi er lúxusframkvæmd

elvar_jonsson2.jpgElvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, lýsir Axarvegi sem „skemmtilegum valkosti yfir sumarmánuðina.“ Óskynsamlegt sé þó að setja nýjan heilsársveg þar í forgang í austfirskum vegamálum.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Elvar í nýjasta tölublaði Austurgluggans. „Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að mér finnst óskynsamlegt að fara að eyða skattfé í að byggja upp heilsársveg í þessari hæð. En ég styð það heilshugar að Axarvegi sé viðhaldið og hann jafnvel bættur. Ég tel að hér sé um skemmtilegan valkost að ræða yfir sumarmánuðina og ég nýti mér hann sjálfur á stundum enda falleg leið“.

Hann segir af og frá að leggja nýjan Axarveg og ný Norðfjarðargöng að jöfnu. Göngin séu „neyðarframkvæmd“ til að losa staðinn úr einangrun, efla atvinnusvæðið og greiða aðgengi að stofnunum eins og Verkmenntaskólanum og Fjórðungssjúkrahúsinu. Þannig eigi að setja göng undir Fjarðaheiði frekar næst á listann.

„Heilsársvegur um Öxi er hinsvegar lúxusframkvæmd sem vissulega bætir samgöngur á Austurlandi en engu að síður er ávinningur þess með þeim hætti að sú framkvæmd á ekki að vera forgangsmál og í raun ætti hún að vera aftarlega á lista þeirra samgöngubóta sem þarf að fara í.“

Elvar hefur áhyggjur af því skattfé almennings sé illa varið í nýjan Axarveg. Vegurinn liggi hátt yfir sjávarmáli og nýr vegur verði „jafn ófær, stóran hluta ársins, eins og hann er núna.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.