
Ellefu gefið kost á sér í heimastjórnir
Ellefu einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í fjórum heimastjórnum Múlaþings. Eftir sem áður er hægt að kjósa alla sem eru á kjörskrá á viðkomandi svæði.Kosið verður í heimastjórnirnar samhliða kosningum til sveitarstjórnar á morgun. Múlaþing hefur boðið áhugasömum einstaklingum að senda inn stuttar kynningar sem aðgengilegar eru á vef sveitarfélagsins.
Klukkan 14:00 í dag höfðu borist ellefu kynningar, tvær frá konum og níu frá körlum. Hjá skrifstofu sveitarfélagsins fengust þær upplýsingar að tekið verði við kynningum fram til klukkan 19:00 í kvöld.
Kosning í heimastjórnirnar er óhlutbundin og fer þannig fram að hver kjósandi kýs einn aðalmann í heimastjórn af kjörskrá í sinni heimasveit. Til þess að skrifa fullt nafn og heimilisfang viðkomandi. Tæknilega séð eru allir íbúar í framboði til heimastjórna því kjósendur eru ekki skyldugir til að skrifa þá sem eru í framboði heldur geta þeir skrifað nafn hvaða sveitunga síns sem er á seðilinn.
Eftirtalin hafa gefið kost á sér til setu í heimastjórnum Múlaþings:
Borgarfjörður
Ólafur Arnar Hallgrímsson, Skálabergi
Djúpivogur
Kristján Ingimarsson, Búlandi 4.
Oddný Anna Björnsdóttir, Gautavík
Ingi Ragnarsson, Hrauni 3
Fljótsdalshérað
Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði
Björgvin Stefán Pétursson, Hamragerði 7
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Tjarnarlöndum 19
Agnar Benediktsson, Hvanná 2
Seyðisfjörður
Jón Halldór Guðmundsson, Múlavegi 59
Snorri Emilsson, Múlavegi 19
Cecil Haraldsson, Múlavegi 7