Ellefu gefið kost á sér í heimastjórnir

Ellefu einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í fjórum heimastjórnum Múlaþings. Eftir sem áður er hægt að kjósa alla sem eru á kjörskrá á viðkomandi svæði.

Kosið verður í heimastjórnirnar samhliða kosningum til sveitarstjórnar á morgun. Múlaþing hefur boðið áhugasömum einstaklingum að senda inn stuttar kynningar sem aðgengilegar eru á vef sveitarfélagsins.

Klukkan 14:00 í dag höfðu borist ellefu kynningar, tvær frá konum og níu frá körlum. Hjá skrifstofu sveitarfélagsins fengust þær upplýsingar að tekið verði við kynningum fram til klukkan 19:00 í kvöld.

Kosning í heimastjórnirnar er óhlutbundin og fer þannig fram að hver kjósandi kýs einn aðalmann í heimastjórn af kjörskrá í sinni heimasveit. Til þess að skrifa fullt nafn og heimilisfang viðkomandi. Tæknilega séð eru allir íbúar í framboði til heimastjórna því kjósendur eru ekki skyldugir til að skrifa þá sem eru í framboði heldur geta þeir skrifað nafn hvaða sveitunga síns sem er á seðilinn.

Eftirtalin hafa gefið kost á sér til setu í heimastjórnum Múlaþings:

Borgarfjörður
Ólafur Arnar Hallgrímsson, Skálabergi

Djúpivogur
Kristján Ingimarsson, Búlandi 4.
Oddný Anna Björnsdóttir, Gautavík
Ingi Ragnarsson, Hrauni 3

Fljótsdalshérað
Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði
Björgvin Stefán Pétursson, Hamragerði 7
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Tjarnarlöndum 19
Agnar Benediktsson, Hvanná 2

Seyðisfjörður
Jón Halldór Guðmundsson, Múlavegi 59
Snorri Emilsson, Múlavegi 19
Cecil Haraldsson, Múlavegi 7

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.