Eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi frumkvæði að myndun meirihluta

Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segir úrslitin í Fjarðabyggð í takt við landið í heild þar sem sitjandi meirihlutar féllu víða. Svo fór ekki í Fjarðabyggð en Elvar segir samt eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er orðinn fjölmennastur í bæjarstjórn, leiði meirihlutaviðræður.

 

elvar_jonsson.jpg„Mér finnst úrslitin vera nokkuð í takt við það sem þau eru nánast um allt land. Sitjandi meirihlutar eru að tapa og á flestum stöðum falla þeir en reyndar ekki hér. Ég er sammála Kristjáni Þór Júlíussyni þegar hann segir að þessar kosningar eru kosningar óánægjunar.“

Elvar segir að þótt meirihlutinn hafi haldið hafi Sjálfstæðisflokkurinn náð til sín óánægjufylgi og unnið ákveðinn sigur.

„Mér finnst því eðlilegt að sjálfstæðisflokkurinn hafi fumkvæði af því að mynda meirihluta. Ef það gegnur ekki þá er klárlega möguleiki á sama meirihluta áfram.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.