Eldurinn við álverið slökktur

alver_eldur_0004_web.jpgEldur í spenni við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði var slökktur rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Um tveimur tímum áður komst straumur á álverið. Með því tókst að koma í veg fyrir að ál storknaði í kerjum en slíkt hefði orðið mikið tjón.

Þrír slökkviliðsmenn verða á vakt við álverið í nótt. Um fjörutíu slökkviliðsmenn komu að slökkvistarfinu, úr Fjarðabyggð og af Fljótsdalshéraði.

Sprenging varð í spenninum um klukkan fimm í dag. Rafmagn fór þá af álverinu og hluta Austurlands. Álverið þolir fimm tíma rafmagnsleysi en ef ál storknar í kerjum verður mikið tjón.

Spennirinn var við innri enda álversins. Mikill eldur var í honum um tíma og teygðu eldtungurnar sig í hæð á við brún kerskálans. Mikil olía var í spenninum og því gekk slökkvistarfið hægt.

Engin slys urðu á fólki en hluti álverssvæðisins var rýmdur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.