Eldsupptök sennilega í kaffivél

Talið er að eldsupptök í Fellabakaríi í morgun megi rekja til kaffivelar eða einhvers rafmagnstækis í kaffistofu á efri hæð fyrirtækisins.

eldur_bakar_seinni_frett.jpgAð sögn Baldurs Pálssonar slökkvuliðsstjóra, ,,má leiða líkur að, að kviknað hafi í út frá enhveju rafmagnstæki á efri hæð hússins í kaffistofu, sennilega kaffivél".  

Húsið er mikið brunnið á efri hæð, sem var á frílofti í hluta hússins, þar sem voru kaffistofa og skrifstofur.  Aðrar skemmdir af völdum elds í húsinu voru ekki miklar nema gólfið í efri hæðinni var mikið brunnið.

Ekki komst eldur svo teljandi sé í vélasal hússins vegna þess að eldvarnaveggur nálægt miðju húsinu, milli skrifstofu og vélasalar hélt.  Ekki urðu heldur skemmdir af völdum elds svo teljandi væri í verslun sem er staðsett í hinum enda hússins en skrifstofuloftið erm milli vinnslusalarins og búðarinnar.

Miklar skemmdir urðu hins vegar af reyk, sóti og vatni í þeim hlutum hússins sem eldurinn náði ekki til og ljóst að ekki verður bakað í húsinu á næstunni, en Fellabakarí er eina bakaríið á Mið Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.