Ekki vísindaleg vinnubrögð við samanburð framhaldsskóla

nesk.jpgBæjarstjórn Fjarðabyggðar segir tímaritið Frjálsa verslun vart hafa viðhaft „vísindaleg vinnubrögð“ þegar bornir voru saman framhaldsskólar landsins í úttekt í nýjasta tölublaði þess. Verkmenntaskóli Austurlands varð þar í neðsta sæti.

 

Framhaldsskólarnir voru bornir saman í sautján flokkum, svo sem menntun kennara og þátttöku í keppnum framhaldsskólanna svo sem Gettu betur.

Bæjarstjórnin segir könnun þar sem einkum sé horft til flokka sem snúa að „þátttöku nemenda í keppnum á vegum félags framhaldsskóla og sérgreinafélaga í einstökum námsgreinum sem kenndar eru í framhaldsskólum en ekki mæld gæði þeirrar vinnu, kennslu og árangurs sem fram fer í framhaldsskólum landsins.“

Þetta kemur fram í ályktun frá fundi bæjarstjórnar í vikunni. Bæjarstjórnin hafnar því að VA sé kynntur sem versti framhaldsskóli landsins og varar við að vinnubrögð sem þessi séu notuð sem mælikvarði á gæði skóla.

„Þá tekur Verkmenntaskóli Austurlands inn alla þá nemendur sem sækja um skólavist í honum en velur ekki út þá bestu né hafnar þeim sem ekki uppfylla skilyrðin enda segja lög um framhaldsskóla að svo skuli gert.“

Skólameistarar ýmissa framhaldsskóla, meðal annars Menntaskólans í Reykjavík sem kom best út úr samantektinni, hafa varað við aðferðafræðinni að baki úttektinni. Hið sama hefur menntamálaráðherra gert og bent á að þeir skólar sem best komi út geti valið úr nemendum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.