Ekki talið að smit á Egilsstöðum hafi dreift sér

Hvorki verður skóli hjá yngstu sex bekkjum grunnskólans á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði né í leikskóla á morgun. Engin ný smit hafa þó greinst þar í dag en eitt á Egilsstöðum.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi kemur fram að margir hafi í dag farið í sýnatöku eftir að smit greindist hjá miðstigi í skólanum í gær.

Ekkert skólahald verður í 1. – 6. bekk né í leikskólanum á morgun meðan beðið er niðurstaðna úr skimununum í dag.

Covid-19 smit greindist á Egilsstöðum í dag. Smitrakning stendur yfir en ekki er talið að það hafi dreift sér.

Aðgerðastjórn beinir því til íbúa að gæta að sér í hvívetna enda smit enn að greinast í umdæminu og brýnt að fara varlega sem fyrr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.