Orkumálinn 2024

Ekki hægt að selja áfram gistingu á Eiðum án úrbóta í frárennslismálum

eidar.jpg
Heilbrigðiseftirlit Austurlands telur ekki hægt að halda áfram að selja gistingu í fyrrum húsnæði Alþýðuskólans á Eiðum án þess að gerðar verði úrbætur í frárennslismálum. Mengun mældist þar yfir mörkum í sumar.

HAUST neitaði síðasta vetur að gefa út starfsleyfi fyrir starfsemi í húsnæði gamla Alþýðuskólans nema bætt væri úr fráveitumálum. Eigandi húsnæðisins hét úrbótum með vorinu.

Í vor var samt veitt leyfi til að selja gistingu og morgunverð fyrir allt að 40 manns í Miklagarði, nýjasta hluta bygginga Alþýðuskólans. Leyfið var veitt með skilyrðum um sýnatöku af vatni úr Eiðaleik sem tekur við fráveitunni. 

„Markmiðið var að kanna hvort Eiðalækurinn gæti borið þá mengun sem um ræðir, þótt augljóst sé að rekstur hótels eins og verið hefur komi ekki til greina án úrbóta,“ segir í bókun frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.

Þar kemur fram að sýni hafi verið tekin áður en rekstur hófst og aftur um miðjan júlí þegar hann var í fullum gangi.
 
„Niðurstöður mælinganna sýna mun lægri fjölda gerla en þegar rekstur hótels var í gangi, en þó of mikinn. Einnig var skólpmengun greinileg við útrásir og að mati heilbrigðisfulltrúa ekki forsendur til að veita heimildir fyrir áframhaldandi rekstri í aðstöðunni fyrr en fráveita hefur verið löguð.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.