Orkumálinn 2024

Ekki fleiri smit tengd sjúkrahúsinu

Ekki hafa greinst fleiri smit sem tengjast Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað síðan smit var staðfest hjá starfsmanni þar á föstudagskvöld. Aðeins fjórir eru í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi.

Tekin voru sýni úr um 70 manns í Neskaupstað á laugardag. Ekkert þeirra reyndist jákvætt. Fjórir starfsmenn eru þó áfram í sóttkví.

Síðar í vikunni er fyrirhugað að taka sýni aftur af þeim starfsmönnum sem eru í sóttkví og smitgát.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.