Orkumálinn 2024

Ekki fleiri farið um Egilsstaðaflugvöll um fimm ára skeið

Rétt tæplega 92 þúsund farþegar fóru um Egilsstaðaflugvöll á síðasta ári og fjölgaði þeim töluvert á milli ára samkvæmt tölum Isavia.

Heildar farþegafjöldi síðasta árs var 91.919 einstaklingar sem er 19% fjölgun frá árinu 2021 þegar fjöldinn var 77.506 talsins. Fara þarf aftur til ársins 2017 til finna meiri umferð um völlinn en það ár flugu 99 þúsund til og frá. Enn vantar því töluvert upp á að farþegafjöldi nái þeim hæðum sem þá var raunin.

Almennt fjölgaði flugfarþegum drjúgt um landið allt og um hvorki meira né minna en 182 prósent á Keflavíkurflugvelli en 6,1 milljón farþega fór þar um á liðnu ári. Fjölgunin á Akureyri reyndist rúm 40 prósent og 17,5 prósent á Reykjavíkurflugvelli. Heildarfjöldi farþega á öllum völlum landsins reyndist 6,8 milljónir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.