Ekkert sem bendir til saknæmrar háttsemi lögreglu

Rannsókn héraðssaksóknara á vinnubrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli í lok ágúst hefur verið hætt.

Ríflega fertugur karlmaður réðist að kvöldi 26. ágúst inn í hús við Dalsel á Egilsstöðum. Hann hleypti af skotum bæði innan húss og utan sem endaði í húsinu, öðru húsi og bílum, auk þess að skjóta að lögreglu. Svo fór að lögregla skaut manninn og særði. Lífi hans var bjargað með aðgerð á Landsspítalanum um nóttina.

Embætti héraðssaksóknara hóf strax rannsókn á árásinni sjálfri, sem nú hefur leitt til ákæru, sem og vinnubrögðum lögreglu þetta kvöld.

Í svari Friðriks Smára Björgvinssonar, aðstoðarsaksóknara hjá Héraðssaksóknara við fyrirspurn Austurfréttar, segir að við rannsókn embættisins hafi ekkert komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu. Sá hluti málsins hafi því verið látinn niður falla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.