Orkumálinn 2024

Ekkert okur á Valgerðarstöðum 4

„Ég get fullyrt að við erum fjarri því að okra neitt á þessari eign,“ segir Hjalti Árnason, lögfræðingur hjá Byggðastofnun.

Stofnunin hefur um árabil árangurslaust reynt að selja eignirnar að Valgerðarstöðum 4 í Fellabæ en þar er um að ræða einhver fullkomnustu gróðurhús landsins auk stórrar iðnaðarbyggingar og kæligeymslu með. Heildarstærð allra bygginga eru rúmir fimm þúsund fermetrar og þær voru byggðar 2008.

Hefur vakið athygli að fáir virðast hafa áhuga en eignirnar hafa verið á söluskrá hjá Byggðastofnun allar götur síðan stofnunin leysti þær til sín árið 2013 þegar gróðrarstöðin Barri fór í þrot. Fasteignirnar þó verið í leigu síðan 2017 en aðeins notaðar að hluta til.

Aðspurður tekur Hjalti undir að Byggðastofnun hefur átt eignirnar lengur en góðu hófi gegni en þau fáu tilboð sem gerð hafa verið hafi ekki verið nægilega góð.

„Það verður að segjast eins og er að tilboðin hafa ekki verið mörg þennan tíma. Ég myndi giska á fjögur til fimm svona alls eða svo. Engin þeirra hafa verið mjög nálægt mati okkar á verðmæti bygginganna og sumir þeir aðilar sem hafa sýnt áhuga ekki haft fjárhagslegan grundvöll fyrir svo stórum kaupum.“

Leigutaki eignanna er sprotafyrirtækið Nordic Wasabi en það er í gróðurhúsunum hér sem hin japanska wasabi-planta er ræktuð og seld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.